Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:14:57 (7056)

2002-04-08 11:14:57# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, Frsm. DrH
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:14]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Aðeins til áréttingar, hér er lagt til að felld verði brott ákvæði sem gera ráð fyrir að landbrh. ráði sérstakan eftirlitsmann með ullarmati með sérþekkingu, en með því er verið að draga úr kostnaði við vinnslu ullarinnar sem því nemur. Eins og ég gat um áðan er þetta sparnaður um 8 millj. á ári og kostnaður við störf hans hefur verið greiddur úr ríkissjóði. En að sjálfsögðu geta afurðastöðvarnar haldið uppi því ullarmati sem þær vilja. En ég vil árétta það að landbn. vill að frv. verði samþykkt.