Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:24:19 (7062)

2002-04-08 11:24:19# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:24]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að þetta kemur hér inn í þingið, þ.e. hvernig eigi að haga þessari menntun og eftirliti, er einfaldlega sú að um flokkun og mat á gærum og ull gilda sérstök lög. Það gilda ákveðnar vinnureglur hvað varðar eftirlit, ekki bara á ull heldur kjöti og öllum vörum. Um það eftirlit eiga að gilda reglugerðarákvæði en ekki eingöngu vinnureglur Búnaðarsambandsins eða Bændasamtakanna.