Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:32:58 (7065)

2002-04-08 11:32:58# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:32]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég árétta að þetta er mjög einfalt mál. Hér er aðeins verið að leggja niður starf eftirlitsmanns með ullarmati. Það verður áfram ullarmat og ullarmatsnefnd. Það er eftirlitið með þessari nefnd sem er verið að leggja niður og það var ekki hlutverk landbn. að endurskoða algjörlega lögin um flokkun og mat á gærum og ull.

Ofstjórnin í landbúnaðinum gengur hins vegar út yfir allt og að lesa reglugerðina um þennan málaflokk er með ólíkindum og væri í rauninni þáttur til að hafa á skemmtikvöldi.