Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:37:09 (7069)

2002-04-08 11:37:09# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:37]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst gæta ákveðins misskilnings í máli hv. þm. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs er þeir tala um að verið sé að draga úr hæfnis- og menntunarkröfum matsmanna. Í 5. gr. laganna frá 1990, um lög um flokkun og mat á gærum og ull, segir:

,,Þá eina má skipa eða löggilda sem matsmenn er hafa góða þekkingu á gærum og ull og reynslu á öllu er varðar meðferð vörunnar og mat á þeim.``

Þannig er ekki verið að draga úr neinum hæfniskröfum og kveðið er á um þetta í lögunum. Þess vegna þarf ekki að setja sértækar kröfur um hæfni og menntun matsmanna í reglugerð.