Tollalög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 12:03:57 (7082)

2002-04-08 12:03:57# 127. lþ. 114.21 fundur 576. mál: #A tollalög# (tollar á grænmeti) frv. 46/2002, KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[12:03]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Já, það er alveg rétt að öll lög sem fjalla um grænmeti og það sem það varðar lúta náttúrlega að greininni. Ég tek alveg undir það með hv. þm. og ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því. Það er líka gott að hann tekur undir það sem ég var að segja áðan að þetta er allt annað mál en hitt málið í sambandi við beingreiðslurnar. Það má aldrei láta að því liggja að ef við samþykkjum þetta frv., t.d. ég, að þá sé ég að samþykkja hitt frv. í sambandi við beingreiðslurnar. Ég hef ekki tekið afstöðu til þess enn þá og ekkert liggur fyrir um það hvernig við ætlum að afgreiða það en það kemur í ljós. Kannski verðum við með því og kannski á móti því, við verðum að skoða það mál betur og hvað er í gangi í því.