Meðhöndlun úrgangs

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 12:52:38 (7099)

2002-04-08 12:52:38# 127. lþ. 114.25 fundur 651. mál: #A meðhöndlun úrgangs# (EES-reglur) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[12:52]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason kom hérna inn á skilgreininguna á afskekktri byggð. Þessi skilgreining er tekin beint upp úr tilskipuninni þannig að þetta er ekkert sem við erum að finna upp á. En varðandi þetta orðalag ,,afskekkt byggð`` þá má vel vera að umhvn. finni eitthvert orðalag sem mönnum líkar betur. En þessi skilgreining er tekin beint upp úr tilskipuninni og snýr að því að afskekktir staðir --- hvernig svo menn vilja líta á hvað það þýðir --- sem falla undir þessa skilgreiningu geta sótt um að vöktun verði minni en ella.