Meðhöndlun úrgangs

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 13:05:53 (7104)

2002-04-08 13:05:53# 127. lþ. 114.25 fundur 651. mál: #A meðhöndlun úrgangs# (EES-reglur) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[13:05]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil þetta núna og hef ekkert sérstakt við það að athuga að menn setji þetta fram með þessum hætti. Ég tel þó að gera þurfi greinarmun á þessari innheimtu þannig að förgunargjöldin endurspegli sem allra mest förgun viðkomandi. Ég tel að það sé verulega mikið atriði að þeir aðilar sem í raun og veru valda mengun eða þurfa að farga mengandi efnum beri kostnaðinn en ekki aðrir og að með öllum ráðum verði reynt að tryggja að fjárhagsleg skuldbinding vegna þeirra efna sem menn nota lendi á réttum stöðum. Þetta finnst mér vera stórt atriði og ég vil bara að það komi hér fram. En ég lít þá þannig á að þetta ákvæði þar sem heimilt er að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun sé sem sagt allt annað ákvæði og eigi ekki að lesast í neinu samhengi við það sem það kostar að farga.