Frumvarp um Þjóðhagsstofnun

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:15:53 (7114)

2002-04-08 15:15:53# 127. lþ. 114.1 fundur 481#B Frumvarp um Þjóðhagsstofnun# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:15]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég bið hv. þm. að bíða með afstöðu sína þar til hv. þm. hefur séð málið, farið yfir það og kynnt sér það í nefnd. Ég reikna með því að nefndin þurfi að kalla til fjölmarga aðila til að fara yfir þetta mál.

Að því er varðar heilbr.- og trn. þá mun þeim verkefnum komið fyrir á Hagstofu Íslands. Að því er varðar iðnrn. og sjútvrn. er gert ráð fyrir auknum möguleikum þessara ráðuneyta til að vinna að sínum eigin málum sem áður hefur verið unnið að af Þjóðhagsstofnun. Það munu allir hafa beinan aðgang að líkönunum. Þau verða opin hagsmunaaðilum, Seðlabanka og öllum öðrum sem vilja hafa aðgang að þessum líkönum. Því hefur ekki verið hægt að verða við í öllum tilvikum áður fyrr. En með nýrri tækni er það mögulegt. Eins og búið er að koma þessum málum fyrir og fara yfir þau tel ég að um styrkingu þessarar starfsemi verði að ræða. Ég held að það sé ekki að ástæðulausu að stór samtök eins og Alþýðusambandið telji þessa breytingu mikilvæga.