Þátttaka seðlabankastjóra í álversviðræðum

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:23:08 (7119)

2002-04-08 15:23:08# 127. lþ. 114.1 fundur 482#B Þátttaka seðlabankastjóra í álversviðræðum# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:23]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það er mjög erfitt að átta sig á umboði Finns Ingólfssonar seðlabankastjóra í þessum viðræðum. Hæstv. ráðherra hefur talað um að hann eigi að þreifa, eigi að hafa þreifingar með höndum, þreifa á erlendum fyrirtækjum. En hvar liggur markalínan á milli þreifinga og raunverulegra samningaviðræðna? Það er harla óljóst.

Herra forseti. Það var eitt sem ég gleymdi að nefna í upphafi. Hér er ekki aðeins á ferðinni seðlabankastjóri og fyrrv. ráðherra. Hér er á ferðinni fyrrv. varaformaður Framsfl. Það gerir málið líka ótrúverðugt. Þetta er pólitískt verkefni. Finnur Ingólfsson á að reka þrönga flokkspólitíska hagsmuni Framsfl. í þessu máli. Það er það sem m.a. gerir þetta mál ótrúverðugt.