Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:43:05 (7131)

2002-04-08 15:43:05# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:43]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég er andvígur því að veita heimild fyrir þeim virkjunaráformum sem kveðið er á um í frv. og mundu valda meiri umhverfisspjöllum en dæmi eru um í Íslandssögunni.

Þá finnst mér óhugnanleg sú staðreynd að hér skuli senn vera komin óútfylltur víxill, ekki til ríkisstjórnarinnar heldur til Framsfl. sem fer með þennan málaflokk og hefur sýnt að hann rekur málið á grundvelli þröngra stjórnmálahagsmuna, enda hefur nú verið ákveðið að fyrrverandi varaformaður Framsfl. og núverandi seðlabankastjóri, Finnur Ingólfsson, haldi út í heim með hina óútfylltu ávísun sem hér er verið að samþykkja.

Herra forseti. Hér er ekki hyggilega að verki staðið. Ég greiði atkvæði gegn þessu frv.