Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:55:28 (7142)

2002-04-08 15:55:28# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:55]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þetta frv. er forsenda fyrir virkjun og álveri á Austurlandi, mestu framkvæmd á Íslandi. Hún verður góð fyrir Austurland og þjóðarhag.

Ég er sannfærður um að af þessu verkefni verði fyrr en margir hyggja því að módelið, rannsóknir, umhverfismat, fjármögnun, orkuverð, skipulag og verkhönnun, er hér með fullskapað. (Gripið fram í: Og ríkisábyrgð.) Það er siðferðisleg skylda okkar Íslendinga gagnvart öllu mannkyni að nýta hreinar orkulindir okkar í þágu alls heimsins. Ég segi já, með gleði.