Umferðarlög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 17:42:30 (7170)

2002-04-08 17:42:30# 127. lþ. 114.27 fundur 652. mál: #A umferðarlög# (Umferðarstofa o.fl.) frv. 83/2002, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[17:42]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svar ráðherra í þessu efni. Ég er með innleggi mínu ekki að efast um að markmiðin séu réttlætanleg. Mjög gott var að fá þá ábendingu frá hæstv. dómsmrh. að þarna eru gefnar heimildir í frv. að færa ákveðin verkefni, sem mundu þá vera undir verkefnum hinnar nýju stofnunar, til annarra aðila. Ég hlýt að fagna því og jafnframt að skoða það með opnum huga hvort ákveðin verkefni sem hafa verið undir Skráningarstofunni mundu fara þá leið. En þetta eru allt saman atriði sem eru í mótun. Það er einmitt mjög mikilvægt að komin sé ákveðin samhæfing í þennan málaflokk til að nýta betur starfskraftana og til að ná betri árangri í málaflokknum. Við hljótum alltaf að skoða það á hverjum tíma hvernig best er að gera hlutina og með athugasemdum mínum kom ég fram með hugmyndir mínar inn í þá vinnu.