Tækniháskóli Íslands

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 22:07:19 (7221)

2002-04-08 22:07:19# 127. lþ. 114.31 fundur 649. mál: #A Tækniháskóli Íslands# frv. 53/2002, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[22:07]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það verði líka skilyrðislaust að gera þá kröfu til stjórnvalda að áætluð fjárþörf skóla sé sanngjörn og réttlát og að mögulegt sé að fara eftir því sem krafist er.

Það hefur verið ákveðið vandamál að of litlir hópar hafa verið í hinu sérstaka tækninámi. En það er einmitt það nám sem sérstök ástæða hefur verið til að hlúa að. Því hafa skólayfirvöld farið þá leið að auka framboð í námi sem mikil aðsókn er að og hagkvæmt er í rekstri, t.d. rekstrartækni.

Ég held að mikill vilji hafi komið fram hjá skólayfirvöldum í Tækniskólanum til að laga stöðu skólans með þeim breytingum í rekstri sem þeir hafa staðið fyrir. Það hefur ekki tekist sem skyldi. En ég tel samt að þeir hafi reynt að vinna í þeim málum.