Tækniháskóli Íslands

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 22:13:11 (7226)

2002-04-08 22:13:11# 127. lþ. 114.31 fundur 649. mál: #A Tækniháskóli Íslands# frv. 53/2002, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[22:13]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það að einhver vafi leiki á því að Tækniháskóli Íslands sé ríkisháskóli og ábyrgð á starfsemi hans sé hjá menntmrh. þá er það misskilningur. Það er mjög auðvelt fyrir hv. þm. að átta sig á því ef hann les saman þetta lagafrv. og lög um háskóla, sérstaklega 19. gr. þar sem skýrt er tekið fram hvernig gengið er frá slíkum málum.

Varðandi reiknilíkanið þá er verið að endurskoða það. Ég hef hins vegar lagt á það mikla áherslu að menn endurskoði reiknilíkanið af yfirvegun því það er viðkvæmt stjórntæki. Ef það á að endurskoða það þarf að gera það varlega því að öðrum kosti væri hægt að spilla þessu mikilvæga stjórntæki sem ég heyri, og er mjög ánægður með, að hv. þm., síðasti ræðumaður, er orðinn mjög hlynntur. Ég tel það mikinn kost að hafa fengið svo kappsaman (JB: Það er staðreynd ...) fylgismann í lið með mér.