Afbrigði

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 11:00:20 (7247)

2002-04-09 11:00:20# 127. lþ. 115.94 fundur 491#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[11:00]

Forseti (Halldór Blöndal):

Það er laukrétt hjá hv. þingmanni að samkvæmt 2. mgr. 36. gr. er einnig nauðsynlegt að leita afbrigða. Það vill svo til að mér hefur orðið á í messunni að því leyti að venja er til að leita afbrigða fyrst eftir fyrri mgr. 36. gr. og er rétt að gera það. Þá er leitað afbrigðis vegna þess að of skammt er liðið frá útbýtingu þingskjala samanber fyrri mgr. 36. gr. þingskapa, og er sjálfsagt að gera það fyrst.