Afbrigði

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 11:57:55 (7273)

2002-04-09 11:57:55# 127. lþ. 115.94 fundur 491#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[11:57]

Forseti (Halldór Blöndal):

Það varð að samkomulagi milli mín og formanna þingflokka að ég leitaði álits Sigurðar Líndals, fyrrv. prófessors, um það atriði sem hér hafa staðið deilur um og mun það álit síðan verða lagt fyrir forsn.

Nauðsynlegt er að stjórn þingsins sé örugg og gagnrýni hv. þm. röggsöm. Þess vegna teljum við rétt að breyta dagskrá þingsins með þeim hætti að 12. dagskrármálið verði tekið út af dagskrá og boðað til fundar á morgun en nefndardagar frestist um einn dag þannig að gert er ráð fyrir þingfundi á morgun til þess að ræða það mál og síðan verða nefndardagar til og með þriðjudags í næstu viku.