Flugmálaáætlun árið 2002

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 18:47:40 (7350)

2002-04-09 18:47:40# 127. lþ. 115.16 fundur 681. mál: #A flugmálaáætlun árið 2002# þál. 27/127, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[18:47]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur margt borið á góma þegar við hv. þm. Björn Bjarnason höfum talað saman, þannig að af ýmsu er að taka þegar litið er til verkefna á höfuðborgarsvæðinu sem þarf að vinna á næsta kjörtímabili, svo maður fari nú aðeins í umræðuna um sveitarstjórnarmál.

En hins vegar þarf ekki að koma hv. þm. á óvart þó ekki liggi fyrir hvort næturflugsaðstaða verði á Þingeyrarflugvölli vegna þess að allt fram á síðustu mánuði hefur öll áhersla verið lögð á að reyna að koma upp og rannsaka hvort næturflugsaðstaða geti verið á Ísafjarðarflugvelli. Ef það hefði orðið niðurstaðan, þá hefði það verið besti kosturinn. Nú liggur fyrir að engar eða mjög litlar líkur eru á að það geti orðið og þá snúum við okkur að næsta verkefni sem er að rannsaka hvernig við búum Þingeyrarflugvöll þannig að hann geti sinnt því hlutverki sem flugvellirnir á Ísafjarðar- og Vestfjarðasvæðinu þurfa.

Það er því allt eðlilegt hvað varðar þennan undirbúning eins og ég hef margítrekað.