2002-04-09 20:42:03# 127. lþ. 115.19 fundur 683. mál: #A samningur um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum# þál. 12/127, RG
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[20:42]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Mál á vettvangi utanrmn. eru í eðli sínu stór mál, og í dag höfum við beðið eftir því að þessar tillögur að ályktunum um alþjóðasamninga kæmust á dagskrá. Á meðan hef ég notað tækifærið og farið yfir þá og ég skil vel að hæstv. utanrrh. þyki ekki ástæða til að nota mikinn tíma í að fara í einhver smáatriði í þessum samningum. Ég lít svo á að þetta séu tillögur sem við munum skoða í utanrmn. og sé heldur ekki ástæðu til að fara í djúpa umræðu um þessa tillögu núna.

Það er þó ein tillaga á dagskrá sem er ástæða til að ræða og sem verður rædd af okkar hálfu, tillagan um aðild að Kyoto-bókuninni en varðandi hina samningana tek ég undir orð hæstv. utanrrh. Við munum skoða þetta í nefndinni.