Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 11:30:45 (7434)

2002-04-10 11:30:45# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[11:30]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það kemur fram í frv. að skipta á starfsemi Þjóðhagsstofnunar á milli Hagstofu og fjmrn. Samkvæmt upplýsingum frv. á starfsemin sem á að færast til Hagstofu Íslands að kosta 88 millj. kr. Starfsemin sem fer til fjmrn. á að kosta 44 millj. kr. Samtals eru þetta 132 millj. kr. Það vill svo til að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2002 hefur Þjóðhagsstofnun úr að spila 132 millj. kr. Samkvæmt þessu er ekki gert ráð fyrir því að það dragi úr kostnaði við rekstur þeirra verkefna sem er verið að flytja til þessara tveggja stofnana.

Þar að auki kemur fram í máli hæstv. starfandi forsrh. að Seðlabankinn eigi að taka að sér tiltekið hlutverk og jafnframt á að styrkja ASÍ til að taka að sér svolítinn hluta af starfseminni. Þá hlýt ég að spyrja hæstv. starfandi forsrh.: Er ekki alveg ljóst samkvæmt þessu að kostnaðurinn hlýtur að aukast?