Framhald þingfundar

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 18:04:15 (7469)

2002-04-10 18:04:15# 127. lþ. 117.93 fundur 502#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[18:04]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Trúlega berum við bæði þá ósk í brjósti að fundi ljúki sem fyrst. Ég er bara að tala um að honum ljúki nú um kvöldmatarleytið. Það getur alla vega ekki orðið ef taka á fyrir þau mál sem eru til 1. umr. Þau mál sem eru þá eftir, Umhverfisstofnun og um ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar eru næturfundarmál, hvort fyrir sig. Eigi að klára þessi tvö þá mál sé ég ekki annað en að við verðum hér til morguns og allan sólarhringinn að störfum.