Orð forseta Íslands um Evrópusambandið

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 10:49:33 (7566)

2002-04-17 10:49:33# 127. lþ. 119.91 fundur 504#B orð forseta Íslands um Evrópusambandið# (aths. um störf þingsins), ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 127. lþ.

[10:49]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Ég ætla í sjálfu sér ekki að ræða nákvæmlega það sem forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, fjallaði um á ráðstefnu Norðurlandaþings. Eflaust er ég sammála honum í mörgu en það er ekki meginmálið. Meginmálið er hvort forseti Íslands eigi að taka þátt í svona pólitískri umræðu eða ekki. Er hlutverk forseta Íslands þá að breytast? Við eigum einmitt, eins og hæstv. utanrrh. sagði áðan, einfaldlega eftir að ræða það hvort hlutverk forseta Íslands sé að breytast. Sú umræða hefur ekki farið fram en kannski er fyrsta skrefið stigið hér í dag.

Ég get ekki verið sammála því að við eigum að fara í þá átt og taka þau skref sem forseti Íslands tók í rauninni sjálfur á þessum fundi Norðurlandaráðs. Ég held að við eigum að hugleiða þessa þróun mjög vel, ekki bara hér heldur líka úti í samfélaginu. Mér finnst líka athyglisvert ef ég get skilið hv. þm. Steingrím J. Sigfússon þannig að hann sé hlynntur slíkri breytingu sem forsetaembættið stuðlar að vissu leyti að með umræddum ummælum forseta Íslands á fundi Norðurlandaráðs.