Skráning í þjóðskrá

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 11:44:17 (7588)

2002-04-17 11:44:17# 127. lþ. 119.6 fundur 658. mál: #A skráning í þjóðskrá# fsp. (til skrifl.) frá hagstrh., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 127. lþ.

[11:44]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti biður hv. þm. afsökunar en mistök virðast hafa orðið á. Það misfórst að koma réttum skilaboðum til hæstv. forsrh. um að honum bæri að svara nefndri fyrirspurn á þessum fundi þannig að hæstv. forsrh. mun ekki hafa undirbúið sig sérstaklega undir það. Forseti biður forláts á þessum mistökum en er nauðbeygður að taka málið af dagskrá og lýkur hv. þm. þar með ræðu sinni.