Jarðalög

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 11:52:03 (7591)

2002-04-17 11:52:03# 127. lþ. 119.7 fundur 429. mál: #A jarðalög# fsp. (til munnl.) frá landbrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 127. lþ.

[11:52]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég get ekki annað en harmað hvernig hæstv. ráðherra landbúnaðarmála í landinu bregst við kurteislegri fyrirspurn þingmanns um ákveðin mál sem hafa verið mikið í umræðunni. Bæði sakar hann hana um þekkingarleysi og hefur uppi alls konar dylgjur um hennar málflutning yfirleitt. Svo kemur hann hér með ástæðurnar fyrir þessum rökum sínum og þá kemur í ljós að hann bæði sakar hana um að tala um ákveðið mál undir nafni vegna þess að þar með sé hún að veitast að ákveðinni fjölskyldu og í hinu orðinu sakar hann hana um að tala um mál sem hún hafi nafnlaust sem sé algjörlega fyrir neðan allar hellur.

Auðvitað er hv. þm. að impra á máli sem liggur á fjölda manna í þessu landi og er mjög brýnt að ræða. Það er ekki hægt að ráðast að fólki þó það komi með undirbúnar fyrirspurnir sem fyrir löngu eru komnar fram um þessi mál.