Nefndafundir á þingfundartíma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:51:36 (7705)

2002-04-17 19:51:36# 127. lþ. 121.93 fundur 516#B nefndafundir á þingfundartíma# (um fundarstjórn), RG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:51]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Þetta hefur verið langur fyrirspurnadagur með nokkrum utandagskrárumræðum og sérstökum umræðum hér í dag. Nú ber svo við að vikið hefur verið frá dagskránni að nokkru leyti og fsp. verið teknar fram fyrir sem hefur vakið undrun þeirrar sem hér stendur og er búin að vera að bíða eftir að mál komist á dagskrá. Þá kemur í ljós að m.a. er verið að hagræða málum þannig að þingmenn sem eiga að mæta á nefndafundi klukkan átta geti fengið að ljúka sínum fsp. svo þeir komist á nefndafund. Þá spyr ég: Er þetta ný stefna á Alþingi að hér eigi að standa þingfundur en jafnframt eigi að hefja nefndafundi úti á nefndasviði? Það er alveg nýtt og ég vil bara heyra hvaða rök eru fyrir því að grípa til þeirra ráða.