Nefndafundir á þingfundartíma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:53:22 (7707)

2002-04-17 19:53:22# 127. lþ. 121.93 fundur 516#B nefndafundir á þingfundartíma# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:53]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ekki er það svo að sú er hér stendur hafi ekki verið í salnum þegar fsp. sem að henni snúa áttu að koma á dagskrá. Næsta fsp. mín er númer 13 en mér sýnist að við séum búin að afgreiða allflestar fsp. niður að númer 21. Það er samt ekki málið heldur er spurningin sú hvort búið sé að breyta um þá stefnu í þinginu að nefndafundir og þingfundir séu ekki á sama tíma. Og ég þekki allt um það að annríki hafi verið í þinginu á lokadögum þess og ég veit líka hver skapar það annríki. En þetta hefur verið grundvallaratriði. Ýmist eru nefndafundir eða þingfundir. Mér er auðvitað kappsmál sjálfri að ljúka þeim fsp. sem ég á óræddar við hæstv. menntmrh.

Þetta er grundvallaratriði sem ég spyr um. Ef þessi stefnubreyting hefur orðið vil ég heyra hvers vegna og við hverja hefur verið rætt um það að hafa þingfund og nefndafundi á sama tíma.