Nefndafundir á þingfundartíma

Miðvikudaginn 17. apríl 2002, kl. 19:58:58 (7712)

2002-04-17 19:58:58# 127. lþ. 121.93 fundur 516#B nefndafundir á þingfundartíma# (um fundarstjórn), KolH
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 127. lþ.

[19:58]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Nú er það alveg ljóst að hæstv. forseti breytir hér rétt. Hann frestar auðvitað fundi vegna þess að hér eru þingmenn að fara á boðaða nefndafundi. Ég vil samt að það komi fram að þær fsp. sem við eigum eftir og erum búin að búa okkur undir verða að komast á dagskrá áður en þessu þingi verður slitið 24. apríl. Ég geri þá kröfu, herra forseti, að það verði rætt í forsn. að fsp. sem út af standa fái sitt eðlilega pláss í dagskrá þingfundanna á næstu dögum.

(Forseti (ÍGP): Forseti vill láta þess getið að þessum skilaboðum verður komið á framfæri í forsn.)