Málefni Palestínu

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 11:20:31 (7737)

2002-04-18 11:20:31# 127. lþ. 122.96 fundur 522#B málefni Palestínu# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[11:20]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil taka undir þær hugmyndir sem hér voru settar fram af hálfu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Það er mikilvægt að við sýnum vilja okkar í verki.

Það er rétt sem fram kom hjá hæstv. forsrh. Það hefur verið veitt aðstoð víðs vegar að úr heiminum til uppbyggingar á stoðkerfi í Palestínu. Hann vísaði sérstaklega í skóla og sjúkrahús og aðra þætti. Staðreyndin er sú að það er verið að eyðileggja allt það sem áður var byggt upp og að því verki stendur ísraelski herinn.

Við eigum að sýna vilja okkar í verki. Heimurinn hefur orðið vitni að einhverjum viðbjóðslegustu stríðsglæpum og alvarlegustu sem framdir hafa verið í seinni tíð. Ég tek hjartanlega undir þá tillögu sem hér var sett fram.