Þjóðhagsstofnun o.fl.

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 14:37:44 (7791)

2002-04-18 14:37:44# 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[14:37]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. getur ekki vænst þess að fyrir liggi í minnstu smáatriðum útfærslur á því hvernig þetta verði framkvæmt. Það er algjörlega útilokað. Þegar stofnunin verður lögð niður hljóta menn náttúrlega að þurfa að ganga í gegnum það. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hægt sé að svara þeim hlutum í minnstu smáatriðum við 2. umr.

Það sem fyrst og fremst er verið að tala um, t.d. varðandi ASÍ, er að styrkja vinnu þeirra á þessu sviði, vinnu sem þeir hafa sinnt um alllangt skeið. Það hefur komið fram í umræðu um þetta mál.