2002-04-19 11:20:44# 127. lþ. 123.3 fundur 675. mál: #A alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa# þál. 10/127, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[11:20]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt því ekki fram að við gætum sagt að við hefðum þegar uppfyllt samþykktina. Auðvitað höfum við ekki gert það þegar frv. liggur fyrir í þinginu sem lýtur að því að breyta lögum í kjölfarið á þessari samþykkt.

Ég held hins vegar að það að við bregðumst fljótt við, fullgildum samþykktina og breytum síðan lögum í kjölfarið á því eða samtímis muni hvetja aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Eins og ég sagði áðan eru þetta lágmarksákvæði. Við Íslendingar stöndum mjög framarlega í þessum efnum. Það er litið til okkar og við höfum verið öðrum gott fordæmi. Ég veit að þessi mál eru í umfjöllun í samgn. og vænti þess að menn skoði þau mjög vel.