Almenn hegningarlög

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 15:24:54 (7907)

2002-04-19 15:24:54# 127. lþ. 123.19 fundur 678. mál: #A almenn hegningarlög# (öryggi í siglingum, kjarnakleyf efni o.fl.) frv. 70/2002, GÖ
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[15:24]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Hér erum við í 2. umr. um frv. til laga um breyting á almennum hegningarlögum um öryggi í siglingum, kjarnakleyf efni o.fl.

Annar endi málsins var til umræðu í þinginu í morgun. Mig minnir að það hafi verið dagskrárliður 5. Það sem hér er fyrst og fremst verið að gera með samþykki allra nefnarmanna er að staðfesta þá samninga sem við höfum verið aðilar að. Að sjálfsögðu eru allir friðarsinnar á móti flutningi kjarnakleyfra efna og kjarnorkuvopnum. Það, virðulegur forseti, var kannski örlítið rætt i nefndinni. Eins og ég segi er þetta fyrst og fremst til að staðfesta þá samninga sem við höfum undirritað. Það er kannski mjög langt um liðið síðan þeir voru gerðir og nú fyrst er verið að gera þetta. Málið var líka í hv. utanrmn. og allir nefndarmenn samþykktu það þar. Ef það var eitthvað var það kannski spurning um hvort við værum nokkuð að ganga lengra en gengur og gerist. Svo var ekki. Allir nefndarmenn undirrituðu þetta nál.