Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 16:17:14 (7914)

2002-04-19 16:17:14# 127. lþ. 123.21 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[16:17]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það fer ekki hjá því að kominn sé kosningaskjálfti í sjálfstæðismenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu. (Gripið fram í.) Herra forseti, ég hvet hv. þingmann til að kynna sér umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2000, sérstaklega bls. 16 og 17, sem hefur að geyma umferðaröryggisáætlun ásamt með framkvæmdaáætlun þar sem því er skipt niður í smáatriðum hversu miklir fjármunir skuli fara í viðkomandi verkefni.

Varðandi gatnamótin Kringlumýrarbraut/Miklabraut veit hv. þm. ósköp vel að þar erum við að tala um stofnbraut í þéttbýli sem hefur tilheyrt þjóðvegakerfinu og það er ekki bara á ábyrgð Reykjavíkurborgar að taka ákvarðanir um fjármuni í slík gatnamót. Samræða milli borgaryfirvalda og ríkisins hefur verið í gangi og við vitum öll hvernig gengið hefur í samræðum milli ríkisins og Reykjavíkurborgar í þeim efnum.

Varðandi hins vegar það að svo mikinn skjálfta skuli setja í hv. sjálfstæðismanninn við það ég skuli flagga hér metnaðarfullri umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2000 er náttúrlega bara hlægilegt á þessum tíma sem við erum stödd á.