Einkahlutafélög

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 16:40:55 (7923)

2002-04-19 16:40:55# 127. lþ. 123.11 fundur 546. mál: #A einkahlutafélög# (hlutafé í erlendum gjaldmiðli) frv. 67/2002, Frsm. KHG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[16:40]

Frsm. efh.- og viðskn. (Kristinn H. Gunnarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti efh.- og viðskn. um afgreiðslu á því frv. sem hér er til umræðu. Nefndin fékk á sinn fund ýmsa aðila til þess að kynna málið og svara fyrirspurnum nefndarmanna, auk þess að fá umsagnir frá ýmsum stofnunum og félögum.

Frumvarpið er í tengslum við tvö önnur frumvörp, annars vegar um breyting á lögum um hlutafélög og hins vegar breytingu á lögum um bókhald, þar sem lagt er til að heimila fyrirtækjum að nota erlendan gjaldmiðil í rekstri fyrirtækis síns, annars vegar að þeim verði heimilt að skrá hlutafé í erlendum gjaldmiðli og hins vegar að heimilt verði að færa bókhald og semja ársreikninga félaga í erlendum gjaldmiðli.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu að við umreikning í annan gjaldmiðil skal nafnverð hlutafjár vera í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga varðandi umreikninginn, þannig að ekki fari á milli mála í þeim efnum.