Hlutafélög

Föstudaginn 19. apríl 2002, kl. 16:42:44 (7924)

2002-04-19 16:42:44# 127. lþ. 123.12 fundur 547. mál: #A hlutafélög# (hlutafé í erlendum gjaldmiðli) frv. 62/2002, Frsm. KHG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 127. lþ.

[16:42]

Frsm. efh.- og viðskn. (Kristinn H. Gunnarsson):

Herra forseti. Þetta frv. er alveg eins, með sömu breytingu og var kynnt hér áðan í frv. um breytingu á lögum um einkahlutafélög, ég vísa því til framsögu eða álits nefndarinnar um það mál.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með sams konar breytingu og hún gerði við fyrra málið, brtt. sem er á þá lund að við umreikning í annan gjaldmiðil verði miðað við lokagengi samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands í lok næsta reikningsárs á undan því ári þegar ákvörðun er tekin, eða það gengi sem gilti þegar innborganir hlutafjár fóru fram.