Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 10:34:07 (7971)

2002-04-20 10:34:07# 127. lþ. 124.22 fundur 672. mál: #A nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu# (breyting ýmissa laga) frv. 76/2002, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[10:34]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég vil leiðrétta misskilning sem kom fram í máli hv. þm. Ögmundar Jónassonar áðan þegar hann hélt því fram að þinginu hefðu orðið á mistök við vinnslu þessa frv. Því er þveröfugt farið. Þær brtt. sem fram eru komnar við frv. eru auðvitað gerðar eftir mjög vandlega umfjöllun um málið í þingnefndinni. Það komu fram gallar á frv. sem við lögðum vinnu í að lagfæra og ég held að það sýni auðvitað ekkert annað en að þingnefndin hafi unnið verk sitt vel og samviskulega. Ég vek athygli á því að það er fyrst og fremst verið að veita svissneskum ríkisborgurum og lögaðilum rétt til samræmis við EES-borgara þar sem það leiðir af nýjum stofnsamningi EFTA.

Hvað varðar gildistökuna sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson spurði um er það svo að engin nauður rekur til að breyta henni. En það er hins vegar engin ástæða til að þær taki ekki gildi fyrr en í júní. Eðli málsins samkvæmt er eðlilegt og skynsamlegt að gildistakan verði strax.