Breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA)

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 10:36:07 (7972)

2002-04-20 10:36:07# 127. lþ. 124.23 fundur 622. mál: #A breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA)# þál. 15/127, Frsm. SAÞ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[10:36]

Frsm. utanrmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2001, um breytingu á bókun 26 við EES-samninginn, frá utanrmn.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2001 frá 11. desember 2001, um breytingu á bókun 26 við EES-samninginn, og til að fella inn í samninginn reglugerð ráðsins nr. 659/1999 frá 22. mars 1999, um ítarlegar reglur um beitingu 93. gr. EB-sáttmálans.

Meginmarkmiðið með breytingum á bókun 26 er að tryggja Eftirlitsstofnun EFTA sambærilegar heimildir og framkvæmdastjórn ESB eru faldar með fyrrgreindri reglugerð ráðsins nr. 659/1999. Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur viðskiptaráðherra lagt fram frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum þess efnis.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt og er einróma í afstöðu sinni til málsins. Lára Margrét Ragnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.