Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:27:23 (8004)

2002-04-20 12:27:23# 127. lþ. 124.35 fundur 629. mál: #A réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum# (EES-reglur, heildarlög) frv. 72/2002, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:27]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við getum alveg verið sammála um það að hér mætti örugglega vanda þýðingar betur og huga að því að menn hafi þetta með þeim hætti að menn séu ekki mjög særðir þegar horft er á textann. En ég minni á að það er einmitt þýðingamiðstöð í utanrrn. sem ég hef leyft mér að benda á að væri hugsanlega hægt að færa út úr ráðuneytinu, ef það væru kannski aðrir en harðsvíraðir embættismenn sem horfðu bara nákvæmlega á þennan lagatexta og hefðu það í huga að horfa mætti til fallegra og litbrigðaríkara máls, þá væri það ábyggilega hið besta mál ef við gætum fundið henni stað annars staðar en í ráðuneytinu.