Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:30:50 (8006)

2002-04-20 12:30:50# 127. lþ. 124.35 fundur 629. mál: #A réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum# (EES-reglur, heildarlög) frv. 72/2002, Frsm. ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:30]

Frsm. félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við höfum einmitt komist að því að aðilar vinnumarkaðarins voru ekkert ósammála um innihald 4. töluliðs þar sem er hin margfrægu aðilaskipti koma fram. (Gripið fram í.) Hins vegar töldu fulltrúar ráðuneytisins sem komu til okkar að tillagan sem kom frá ASÍ næði þessu hugtaki ekkert betur en það sem við vorum með í frv. frá upphafi. Þarna var því ekki um eitthvert ósætti aðila vinnumarkaðarins að ræða. Það var bara einfaldlega verið að fást við þýðingu á þessu hugtaki. Ég held því að við getum ekki vísað til þess að þarna hafi verið um ósætti að ræða.