Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 12:32:08 (8007)

2002-04-20 12:32:08# 127. lþ. 124.35 fundur 629. mál: #A réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum# (EES-reglur, heildarlög) frv. 72/2002, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[12:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vissulega er rétt að verkalýðshreyfingin var náttúrlega ósátt við það hversu skammt var gengið. Menn þar gagnrýndu harðlega hvað tilskipunin var túlkuð þröngt.

Aftur á móti verð ég að segja hér að ráðuneytið er ekki alviturt í þessum málefnum. Það er þingmanna að setja lög og semja lagatexta eða a.m.k. laga hann til þegar hann kemur þannig frá ráðuneytinu að ýmislegt mætti betur fara. Auðvitað eigum við að gera það og þess vegna gagnrýni ég þetta. En vissulega er rétt að aðilar vinnumarkaðarins deildu ekki um þessar orðskýringar. En þeir töldu þær ekki nægilega góðar. Þess vegna komu tillögur um annan texta, eins og þetta um aðilaskipti sem eru aðilaskipti. (Gripið fram í: Frá öðrum aðilanum.) Það er auðvitað engin skýring. (Gripið fram í: Frá öðrum aðilanum.)