Almannatryggingar o.fl.

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 13:35:54 (8023)

2002-04-20 13:35:54# 127. lþ. 124.5 fundur 359. mál: #A almannatryggingar o.fl.# (tekjuhugtak, bótaútreikningur o.fl.) frv. 74/2002, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Eins og hefur komið fram skrifaði ég undir nál. með fyrirvara. Ástæðan er sú að það er ekki verið að breyta upphæðum lífeyrisgreiðslna. Það er ekki verið að aftengja tekjutengingu við tekjur maka og það er ekki verið að hækka frítekjumörkin og því munu þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs sitja hjá við afgreiðslu þessara liða. Þó svo að formbreytingin í sjálfu sér sé til bóta getum við ekki samþykkt greinina eins og hún er.