Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 13:52:48 (8026)

2002-04-20 13:52:48# 127. lþ. 124.8 fundur 653. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (rafræn vöktun o.fl.) frv. 81/2002, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[13:52]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Það er því miður þannig að hægt og bítandi látum við undan tækninni og þeim möguleikum að njósnað sé um fólk. Í þessu frv. er enn og aftur verið að færa víggirðinguna örlítið aftar en áður hefur verið og færa í lög möguleika atvinnurekenda og annarra til þess að fylgjast með fólki við vinnu sína eða athafnir aðrar. Mér þykir þessi þróun vera öfugþróun og treysti mér ekki til þess að taka þátt í löggjöf sem miðar í þessa áttina, í hina öfugu átt, og greiði því ekki atkvæði.