Þjóðhagsstofnun o.fl.

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 13:57:21 (8028)

2002-04-20 13:57:21# 127. lþ. 124.9 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[13:57]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Engin fagleg eða hagfræðileg rök hafa komið fram sem mæla með því að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður. En eftir þetta munu þjóðhagsspár og greining á efnahagsástandinu lúta pólitísku forræði í fjmrn.

Hér er fyrst og fremst verið að þjóna dyntum oddvita ríkisstjórnarinnar, enda er niðurlagning Þjóðhagsstofnunar aðvörun og mælistika á það hvernig fyrir þeim fer sem ekki ganga í takt við hæstv. forsrh. Hér er líka um mikla sóun á fjármunum að ræða því að útgjöld við breytinguna munu tvöfaldast. Ég segi nei, herra forseti, við þessari vitleysu.