2002-04-20 14:11:27# 127. lþ. 124.16 fundur 427. mál: #A almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk)# frv. 99/2002, GÖ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:11]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég skrifaði undir nál. með fyrirvara ásamt hv. þm. Ögmundi Jónassyni sem einnig er með fyrirvara, vegna þess að nú erum við kannski að sjá það í fyrsta skipti, þannig að þetta er söguleg stund hér á Alþingi, að talað sé um hryðjuverk í íslenskum lögum. Við höfum áður talað um skemmdarverk. Þetta frv. er auðvitað fyrst og fremst liður í því að viðurkenna alþjóðlega samninga, en hefur jafnframt þessi áhrif og við ræddum það í gær að þetta væri kannski líka stærra mál í tilfinningalegum skilningi.