Umferðarlög

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 14:20:12 (8037)

2002-04-20 14:20:12# 127. lþ. 124.19 fundur 652. mál: #A umferðarlög# (Umferðarstofa o.fl.) frv. 83/2002, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:20]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Þar er komið sögu í þessu frv. til laga er víkur að samruna tveggja stofnana, Umferðarráðs og Skráningarstofu, sem breytast í Umferðarstofu. Í athugasemdum með frv. kemur umsögn frá fjárlagaskrifstofu fjmrn. sem segir í raun alla sögu um umbúnað þessa máls. Þar segir, með leyfi forseta:

,,Reikna má með því að unnt verði að ná fram hagræðingu með sameiningu verkefna á þessu sviði en á þessu stigi liggur ekki fyrir með hvaða hætti eða í hversu miklum mæli það verður.``

Þetta segir í raun allt sem segja þarf. Málið er fullkomlega vanreifað. Það veit enginn hvað hin nýja stofnun mun kosta. Þær stofnanir sem fyrir voru kostuðu um 300 millj. kr. Það veit enginn í hverju hagræðingin er fólgin. Það veit enginn í hverju samruninn er fólginn. Svona á Alþingi ekki að vinna. Málið er fullkomlega vanreifað. Ég greiði ekki atkvæði.