Umferðarlög

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 14:23:37 (8038)

2002-04-20 14:23:37# 127. lþ. 124.19 fundur 652. mál: #A umferðarlög# (Umferðarstofa o.fl.) frv. 83/2002, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:23]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Er þá þar komið sögu í frv. að sleppir erindum er varða Umferðarstofu og kveðið er á um sérstaka rannsóknarnefnd umferðarslysa. Ég er mjög áfram um þau mál, hefði raunar viljað að fastar hefði verið kveðið að orði og dómsmrh. hefði verið gert að skipa slíka rannsóknarnefnd, en hér er orðalagið að hann geti það. En viljinn er hins vegar skýr og ég fagna því skrefi sem hér er tekið og greiði þessu atkvæði.