Framhald þingfundar

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 14:58:16 (8040)

2002-04-20 14:58:16# 127. lþ. 124.93 fundur 532#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[14:58]

Forseti (Halldór Blöndal):

Af þessu tilefni vil ég í fyrsta lagi taka fram að ég hef látið boð út ganga til nefndasviðs um að ekki verði haldinn fundur í neinni þingnefnd það sem eftir lifir þessa dags né næstu nótt. Ég vil jafnframt að það komi fram að það var samkomulag um að sjávarútvegsmál yrðu rædd hér um miðjan dag. Í þriðja lagi vil ég segja að það er hægt að koma miklu efni að á fimm tímum í ræðum ef þær eru snjallar.