Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Laugardaginn 20. apríl 2002, kl. 18:08:46 (8054)

2002-04-20 18:08:46# 127. lþ. 124.64 fundur 670. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (norsk-íslenski síldarstofninn) frv. 50/2002, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 127. lþ.

[18:08]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þm. um að málið er flókið vegna þess hve mörg ár eru liðin og vegna þess að menn hafa verslað með vöruna. Ég er ekkert ósammála honum um þá aðferð sem hann nefndi í ræðu sinni, þ.e. innskilaregluna. Ég gæti jafnvel tekið undir það að innskilareglan væri tengd hugsanlegri aukningu ef við sjáum fram á hana. Ég þakka bara hv. þm. fyrir ábendinguna. Ég geri mér grein fyrir því að málið er flókið og aðhyllist þá aðferð sem hv. þm. nefndi í ræðu sinni.