Ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 11:02:05 (8135)

2002-04-23 11:02:05# 127. lþ. 126.4 fundur 714. mál: #A ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar# frv. 87/2002, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[11:02]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að sambærileg meðferð hljóti að þurfa að gilda um sambærileg mál. Þegar niðurstaða liggur fyrir frá Eftirlitsstofnun EFTA um það hvort þetta er tækt sem rannsóknar- og þróunarverkefni, þá hlýtur það að vera þannig í mínum huga að þegar og ef önnur fyrirtæki koma upp með sambærileg áform fái þau sambærilega meðferð. Ég get ekki skilið annað en að tilgangurinn með þessu öllu saman sé sá að menn ætli sér að búa hér til þekkingarklasa í þessari atvinnugrein sem þýðir þá fleiri en eitt fyrirtæki og það gengur ekki upp nema það sé ákveðin fjölbreytni. Þess vegna hef ég talið að sambærileg afgreiðsla hlyti að gilda um sambærileg mál.