Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:34:14 (8142)

2002-04-23 13:34:14# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:34]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Eins og frv. leit út átti að gefa Hafrannsóknastofnun einni forgang að því að fá að stunda rannsóknir án þess að hafa kvóta til þeirra. Í brtt. meiri hlutans kemur fram að enn þá skal þetta bundið við Hafrannsóknastofnun eina og þar til viðbótar skal Hafrannsóknastofnunin gefa umsögn um rannsóknir annarra. Ég tel að hér sé óeðlilega að verki staðið og að það sé einkennilegt að Hafrannsóknastofnun skuli fengið það vald að hafa eftirlit með rannsóknum annarra. Þess vegna segi ég nei, en að öðru leyti munum við sitja hjá við afgreiðslu frv.