Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. apríl 2002, kl. 13:37:19 (8146)

2002-04-23 13:37:19# 127. lþ. 126.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv. 85/2002, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 127. lþ.

[13:37]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Þetta frv., þessi grein frv. og þau þrjú frv. sem hér verða tekin fyrir byggjast á fiskveiðistjórnarkerfi sem er andstætt öllum þeim gildum sem ég þekki og er alinn upp við. Ég mótmæli þessu einlæglega. Þetta er á móti allri minni sannfæringu og því sem ég finn fyrir í hjarta mínu. Þess vegna greiði ég atkvæði á móti hverju einasta atriði sem greidd verða atkvæði um og því sem það gerir í grundvallaratriðum, þ.e. að færa veiðiheimildirnar frá dreifðari byggð í þéttari byggð, frá fleiri höndum á færri hendur. Ég mótmæli þessu algjörlega og segi nei.