ÁHösk fyrir ÍGP

Miðvikudaginn 24. apríl 2002, kl. 10:01:08 (8172)

2002-04-24 10:01:08# 127. lþ. 127.94 fundur 549#B ÁHösk fyrir ÍGP#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 127. lþ.

[10:01]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Borist hafa svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Ísólfur Gylfi Pálmason, 5. þm. Suðurl., getur ekki sótt þingfundi á næstunni sökum veikinda óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 2. varamaður á lista Framsfl. í Suðurl., Ármann Höskuldsson forstöðumaður, taki sæti hans á Alþingi á meðan, en 1. varamaður flokksins í kjördæminu er forfallaður.

Virðingarfyllst,

Kristinn H. Gunnarsson,

formaður þingflokks Framsóknarflokksins.``

Annað bréf er dags. á Selfossi, 24. apríl 2002 og stílað á forseta Alþingis, Halldór Blöndal:

,,Sökum anna get ég ekki tekið sæti Ísólfs Gylfa Pálmasonar, þingmanns Framsfl. í Suðurl., á Alþingi að þessu sinni.

Virðingarfyllst,

Ólafía Ingólfsdóttir, varaþingmaður.``

Ármann Höskuldsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.